hugi.is/saga Svona í framhaldi af umræðunni um litla virkni áhugamálsins birti ég hér þetta línurit sem sýnir virkni /saga árið 2008.

Þetta eru flettingar í hverjum mánuði og allt er þetta á bilinu 0,20 til 0,50 prósent af heildarflettingum huga.is.

Athyglisvert er að sjá hvernig virknin dalaði um sumarið og var nú þegar síðustu tölur voru birtar, í desember, komin niður fyrir 10.000 flettingar. Það væri vel við hæfi að sýna hér flettingar fyrir janúarmánuð en þær eru því miður ekki enn komnar inn.

Svo það er bara að drífa í því að senda inn efni og spjalla um söguna, hún er nefnilega bæði skemmtileg og merkileg. Sérstaklega nú á þessum sögulegu tímum sem við lifum í.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,