100.000? Hér sést áróðursmynd frá miðjum 4. áratugnum frá Þýskalandi, þar sem sýndur er þýski herinn, 100.000 manna her, umkringdur stórum og stæðilegum herum nágranna sinna.

Þetta var gert til að sýna hversu ósanngjarn Versalasamningurinn var, sem, og vonandi kallar mig enginn nasista fyrir að segja þetta, hann var í raun að mínu mati.
Hann m.a. takmarkaði stærð hers Þjóðverja við 100.000 manns, sem var fáránlega lítið, eins og sýnt er á ofanverðri mynd.

Þó ég geti ekki ábyrgst áreiðanleika þessa talna sýnir myndin m.a. að stærð franska hersins hafi verið 5 mil., stærð þess pólska var 2.5, og 300 þús. hjá Svíum.
Romani ite domum!