Aftökur í BNA Áhugavert línurit.
Þýðing:
Firing squad: skotsveit, gas chamber: gasklefi, electrocution: rafmagnsstóllinn, hanging: henging, lethal injection: sprautan, other: annað.
Eins og sést á myndinni var henging langvinsælust þangað til rafmagnsstóllinn festi sig í sessi í kringum 1910, og hengingin varð síðan enn óvinsælari með tilkomu gasklefans sem var vinsælastur ca. 1930-1960 þó að stóllinn hafi verið vinsælli.
Lægðin sem sést síðan fyrir og eftir 1975 er tímabilið þegar dauðarefsingin var lögð af í Bandaríkjunum þó ég haldi að hermenn hafi enn verið teknir af lífi á þeim árum. Þetta var ‘72-’76.
Græna hæðin í lokin er svo sprautan sem er leiðandi aftökuaðferð Bandaríkjamanna í dag, þó enn sé leyft í sumum ríkjum að hengja, skjóta, kæfa með gasi og rafmagna.
Í ‘other’ flokkinum fer til dæmis brenna, kramning, afhausun, drekking og ýmislegt annað skemmtilegt.

Eins og sjá má skiptast aðferðirnar nokkuð eftir öldum: 19. öldin væri þá henging, 20. öld myndi vera stóllinn, og 21. öldin sprautan.
Romani ite domum!