Jósef Stalín “Kremlarbóndinn” var hann kallaður hér á landi og ekki spöruð um hann lofsyrðin. Hann var í bókstaflegri merkingi átrúnaðargoð mis-gáfaðs og hrekklauss fólks um víða veröld, og á tímabili var hann meira að segja í miklum metum í hinum ramm-kapítalísku Bandaríkjum, kallaður “Uncle Joe”.

Í mannkynssögunni hafa fáir verið dýrkaðir jafn innilega og jafn víða og hann. Jafnframt hafa fáir, ef þá nokkrir, verið ábyrgir fyrir meiri hörmungum og fjöldamorðum. Austurrískur samtímamaður hans kemst nálægt honum, en allir hroðalegustu harðstjórar fyrri alda blikna í samanburðinum.

http://en.wikipedia.org/wiki/Joseph_Stalin
_______________________