Bush framtíðarinnar George Bush eldri skoðar hér árið 2002 módel af nýju flugmóðurskipi sem nefnt verður í höfuðið á honum. Segja má að hann sé vel að þeim heiðri kominn, þar sem hann var sjálfur flugmaður á flugmóðurskipi í Seinni heimsstyrjöld. Flaug hann sprengjuflugvél af Avenger-gerð, og stóð sig með prýði.

USS George H.W. Bush er í smíðum og verður væntanlega hleypt af stokkunum árið 2009. Verður það tólfta og síðasta skipið í Nimitz-skipaflokknum sem smíðað verður; Eftir það er planið að byrja á nýjum og ofur-tæknilegum skipaflokk þar sem fyrsta skipið bera mun nafn annars forseta, Gerald R. Ford.

Ómögulegt er annars að segja til um hvort Bandaríkin muni á næstu hálfu öld hafa bolmagn til að halda stöðugt úti heilum tólf flugmóðurskipadeildum, eins og stefnan er í dag. Hvað sem því líður, verður USS Bush líklega enn siglandi um heimshöfin þegar við sem þetta lesum komust á eftirlaun! Svo skemmtileg tilhugsun sem það nú er ;)

Meira um þessi mál á http://en.wikipedia.org/wiki/USS_George_H._W._Bush_%28CVN-77%29
_______________________