Hér hvílir Benito Mussolini Látlaus kross við staðinn í ítalska bænum Mezzegra þar sem Mussolini var skotinn af kommúnískum skæruliðum er unnu með Bandamönnum þann 28. apríl 1945.

Ris og fall Mussolinis er bæði jafn merkilegt á sinn hátt, einn daginn var Mussolini með alræðisvald yfir ítölsku þjóðinni. Næsta dag urðu forsprakkar fasistaflokksins ekki sáttir við hversu illa honum gekk í stríðinu og fleira og greiddu þeir atkvæði(9 gegn 3 minnir mig)fyrir því að steypa honum af stóli og hann var færður út í járnum.

Eftir það átti Mussolini ekki sjö daganna sæla, áður leit bandamaður hans Adolf Hitler upp til hans, en nú var hann sem barn á brjósti hans, veikur, sköllóttur, bitur karl. Hitler gerði hann að leppi sínum og nokkru síðar var hann drepinn.

Og þessi kross er eina “ummerkið” um jarðvist þessa stórmennis sem var þó eitt stórt klúður frá upphafi til enda.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,