Davíðsstjarna í stað Járnkross Endurbirti hér eina mynd í viðbót af flugáhugamálinu…

Þetta er nokkuð merkileg flugvél. Hún nefnist Avia S-199 og er tékknesk útgáfa af Messerschmitt 109G, framleidd eftir stríðið. Og af öllum þjóðum, er þessi gamli nazistaránfugl hér undir merkjum Ísraels!

Ísraelar áttu á sínum fyrstu árum í miklum erfiðleikum með að útvega her sínum vopn, og fyrir vikið var her þeirra í “sjálfstæðisstríðinu” 1948 ansi skrautlegt samansafn af herbúnaði (oft “War Surplus”) héðan & þaðan úr heiminum. Þarna fyrir aftan “Messuna” má t.d. greina Spitfire, og þar fyrir aftan Mustang ef mér skjátlast ekki.

Flest vopn Ísraels þá voru útveguð í gegnum einkaaðila, oft af Gyðingum erlendis. Ríkisstjórnir flestra landa héldu að sér höndum varðandi hernaðaraðstoð, því ekkert þeirra vildi styggja Arabaríkin um of. Þetta fór fyrst fyrst að breytast í kringum 1955, þegar Símon Peres, þáverandi varnarmálaráðherra fór til Frakklands og gerði frægan díl.

http://en.wikipedia.org/wiki/Avia_S-199
_______________________