Molotov - Ribbentrop Þann 23. Ágúst 1939, kortéri fyrir styrjöld komu þessir háu herrar Evrópu saman og undirrituðu samning sem innsiglaði örlög álfunar. Plan Hitlers var nærri því skothelt, að taka Pólland, innlima þýsku löndin þar og vera þannig komnir með mörg hundruð kílómetra löng landamæri yfirráðasvæða sinna (og leppríkja hans) frá Eistrasalti að Svarta Hafi. Í staðin fengu Sovétmenn helming Póllands og báðir aðilar gátu athafnað sig í friði, annar við að klára Frakkland og England og hinn við hvaða dirty business Stalín tæki uppá (innlima Eistrasaltslöndin og fara í stríð við Finnland). Það eina sem Hitler þurfti var trúverðugur og heimskur leiðtogi Sovétríkjana, og vafist hefur fyrir mörgum hvað Stalín var að hugsa að sjá ekki raunveruleg plön Hitlers.

Ekki dugði friðurinn lengi og liðu ríflega tvö ár þar til Þjóðverjar sviku friðarsamninginn og hófu stærstu innrás síns tíma, með um það bil 3,5 milljón hermanna og tilheyrandi útbúnað.

Samningurinn hefur verið kallaður Molotov-Ribbentrop samningurinn í daglegu tali, en utanríkisráðherrar Þýskalands og Ráðstjórnarríkjanna skirfuðu undir hann. Á myndinni má sjá Vyacheslav Molotov skrifa undir samninginn. Fyrir ofan hann stendur svo Joachim von Ribbentrop utanríkisráðherra Þýskalands og þar má svo sjá önnur mikilmenni, þar á meðal Jósef Stalín, aðalritara Sovéska kommúnistaflokksins.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,