Yakov Dzhugashvili var elsti sonur Jósef Stalíns og átti hann hann með sinni fyrstu konu. Hann fæddist árið 1907 en þeim feðgum kom aldrei vel saman. Hann skaut sig í höfuðuð eitt sinn útaf því hversu illa Stalín kom fram við hann en sjálfsmorðið mistókst og þá er haft eftir Stalín “Hann getur ekki einusinni skotið sig almennilega”.Svo gekk hann í Rauða herinn en var handsamaður af þjóðverjum eftir Orrustuna um Stalingrad. Þjóðverjarnir vildu skipta við Sovétmenn á Yakov og Friedrich Paulus en Stalín féllst ekki á það. Ekki er alveg vitað hvenær árið 1943 Yakov dó en flestir segja að hann hafi drepið sig með því að hlaupa á rafmagnsgirðingu í þýskum fangabúðum.
Á myndinni sést Yakov í haldi þjóðverja.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,