Óvenjulegir "Þjóðverjar" Er þetta ekki eitthvað skrýtið?

…í raun eru þetta ekki Þjóðverjar, heldur liðsmenn kínverskra þjóðernissinna (Kuomintang), fyrir Seinni heimsstyrjöldina.

Þjóðernissinnar undir forystu Tsjang-Hai Sheks, börðust gegn kommúnistum Maós formanns, en eftir innrás Japana í landið börðust bæði liðin við þá.

Útskýringin á þessum þýsku einkennisbúningum er sú að á tímabili fengu þjóðernissinnar hernaðaraðstoð (í formi vopna, útbúnaðar, ráðgjafar og þjálfunar) frá Þýskalandi. Að öðru leyti voru tengsl þeirra við Þýskaland lítil, helsti stuðningsaðili þeirra (sérstaklega eftir WWII) var Bandaríkin.

Svo fór að lokum að Kanar gáfust upp á stuðningi sínum við stríð Tsjangs og manna hans á meginlandi Kína, og kommúnistar Maós tóku þar völd árið 1949. Tsjang flúði með leifarnar af her sínum til Taiwan, og gerði afdrifarík mistök með því að lýsa ekki yfir sjálfstæði, heldur þykjast vera útlægur leiðtogi alls Kína.
_______________________