Rómverskur hermaður Rómverskur hermaður sem ég teiknaði fyrir svona ári síðan. Hermaðurinn er frá u.þ.b. 100-200 e.kr. í þessari einkennandi lorica segmentata brynju eins og hún var seinna kölluð, einnig er hann með gladius, sem þýðir sverð á latínu og er venjulega rómverska sverðið, stutt og ætlað til að stinga. Hann er líka með “imperial gallic” hjálm eins og hann heitir á ensku sem er þessi venjulegi ef svo má að orði komast.