Íslenska stríðsárasafnið, Reyðarfirði Hér er mynd sem ég tók á Íslenska stríðsárasafninu á Reyðarfirði nýlega. Þetta safn kom mér á óvart; það er bæði stærra og flottara en ég hafði ímyndað mér, og ýmislegt að sjá. Það er staðsett í gömlum herbúðum ofan við bæinn, og ber nafnið alveg skammlaust. Það fer reyndar ágætlega á því að Íslenska stríðsárasafnið sé staðsett þarna, því að á Austfjörðum voru langflestir hermenn utan Reykjavíkursvæðisins staðsettir, og þessi landshluti varð einna helst var við ferðir þýskra flugvéla.
_______________________