Albert Einstein Einstein á ströndinni.

Albert Einstein, 14. mars 1879 – 18. apríl 195, var bráðgreindur kennilegur eðlisfræðingur. Hann fæddist í Ulm í Þýskalandi og var af gyðingaættum. Hann er einn af best þekktu vísindamönnum 20. aldarinnar. Hann lagði til afstæðiskenninguna — sem er líklegast hans þekktasta verk — og hafði einnig mikil áhrif á skammtafræðina, safneðlisfræðina og heimsfræðina. Hann fékk nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1921 fyrir útskýringu sína á ljóshrifum árið 1905 (Annus Mirabilis; þetta ár komu út þrjár greinar eftir hann, hver þeirra olli straumhvörfum í eðlisfræði) og verðlaun fyrir „þjónustu sína við kennilega eðlisfræði“.