Orrustan um Kursk Skriðdrekamyndir hafa verið vinsælar uppá síðkastið, og datt mér í hug að skella einni inn.

Drekinn sem hér sést (í málverki eftir Barry Spicer) er þýskur Tiger I, undir stjórn hins fræga skriðdrekaforingja Micael Wittman. Þetta er í júlí 1943 og Orustan um Kursk er rétt að byrja.

Þarna má einnig sjá Ju 87 “Stúkur” á leið á vígvölinn, flugvélar sem frægar urðu sem steypiflugvélar, en eru þarna notaðar í “close support” líkara því sem við þekkjum í dag, fljúgandi lágt og hægt yfir vígvellinum.
_______________________