800mm fallbyssukúla borin saman við hinn rússneska T-34. Rakst á þessa mynd þegar ég var að vafra um Wikipedia og fannst ég þurfa að deila henni með ykkur. Þarna sjáið þið s.s. 80cm fallbyssukúlu í samanburði við rússneskan T-34 skriðdreka.

Þessi “skotfæri” voru m.a. notaðar í járnbrautabyssurnar “Þunga Gústav” (Schwerer Gustav), sem fyrst var notuð í umsátrinu um Sevastopol, og “Dóru” (Dora) sem beitt var í orrustunni um Stalíngrad. Áætlað að nota ámóta fallbyssur í hina fyrirhuguðu P-1500 “Monster” skriðdreka. Þetta 1500 tonna skrímsli átti að knúa áfram með 4 kafbátavélum og auk 800mm fallbyssunnar átti hann að vera búinn tveimur 150mm fallbyssum. Snemma í þróunarferlinu var þó hætt við þetta tröllaukna verkefni, enda erfitt að finna aðstæður þar sem skriðdrekinn kæmi til með að vera starfshæfur, hvað þá aðstæður þar sem hann nyti sín til fulls.

Til gamans má svo geta að M1A2 Abrams skriðdrekar þeirra Bandaríkjamanna hafa yfir að ráða einni 120mm fallbyssu, og eru “aðeins” rétt tæp 70 tonn að þyngd.