Nokkrir einkamunir úr safninu mínu... Ef ég birja að lýsa því sem kemur þarna fyrir á myndinni þá fremst og vinstrameginn er svokallaður SA-Dagger og þar hægra megin er Hitler's Jugend hnífur í slíðri, á hnífs blaðinu stendur Blut und
Ehre eða Blóð og Heiður/Sómi.
Þar næst sjáum við þýska örninn og dauðahausskúpuna sem var alræmt tákn SS.
Efst til hægri sjáum við þýskt merki sem liggur á brúnum leðurpung (hreinsi-kitt fyrir breska riffla úr WWII, ég fann það hérlendis 1985;o) en þetta þýska merki er tákn Fallshemeiger eða fallhlífasveitana. Svo þar til vinstri er 1939 Járn-Krossinn 1st class (copy) og á honum er pinn merki fyrir nasistaflokkinn sem á stendur Dautche Erwachen. Þar fyrir framan er heiðursmerki skriðdrekasveita Wehrmacht, Panzer group. Vinstra megin þar eru tveir Hitler's æsku vasa hnífar sem hægt er að leggja saman.

Varðandi skotin þá sjáum við aftast og beint undir myndinni af Rommel skot í langr lengju en það er td. úr M-16 og er notað til að flíta fyrir við hleðslu á magasínum fyrir hann. þar við hliðin á er klippa úr þýskum´rifflum úr WWII og þar fyrir fram eru skot úr skammbyssum. Lengst til vinstri er skot úr Luger 9mm, þar næst eru tvo skot úr Colt 45cal. og ég man ekki hvaða skot er þar hægra meginn við;o)

En svo eru það skotin sem eru fyrir neðan myndinna úr Schindlers List og byrja ég þar lengst til hægri þar sjáum við tvö skot úr þýskum Muaser riffli;o) og þar til vinstri er skot úr breskum riffli með dagssetninguni 1944, þar við hliðina er stórt skot úr Browning vélbyssu sem er bara 50 cal. eða 13mm kúlur, Browning vélbyssur voru td. í B-17 sem notaðar voru við loftvarnir gegn öðrum orrustuflugvélum, sem support weapon á skriðdrekum og jeppum ofl. notað allt frá 1942 til Persaflóastríðsins.

En svo komum við að litla skotinu sem gnæfir yfir hálfan bandaríska fánann;o)
Þerna sjáum við ekta anti-tank 30mm round úr td. A-10 fljúgandi skrímsli Bandaríkjamanna sem er kallað Vörtu-Svínið því þetta er bara stór klessa með á stærð við F-14 en er með tvo risa stóra hreyfla frá Boeing að eftanverðu stélinu. Þeir sem þekkja sjá svokallaða Gautling vélbyssu sem er fremst á nefinu á þessari flugvél og þessi skot eru úr henni!

Jæja ég vona að ykkur líki þetta innlegg mitt hér og að ég leifi ykkur að sjá hluta af einkasafni mínu sem er mér mjög mikils virði.

Kær kveðja,
Lecte