Sagnfræði Þetta tengist kannski ekki sagnfræði nema óbeint en þegar ég sá Ed Harris leika þýsku leyniskyttuna König í “Enemy at the Gates” á síðasta ári þá fannst mér ég hafa séð hann í slíku hlutverki áður en mundi ekkert hvar. Svo áttaði ég mig á þessu, Ed Harris var alveg nauðalíkur Erwin Rommel í þýska einkennisbúningnum. Því datt mér í huga að fyrst kvikmyndir tengdar seinni heimstyrjöldinni eru nokkuð vinsælar um þessar mundir, svo og sannsögulegar myndir um ævihlaup þekktra manna, að ekki væri vitlaust að gera kvikmynd, annað hvort um Rommel eða þar sem hann kæmi við sögu, með Ed Harris í hlutverki hans. Verst að maður veit ekkert hvert maður ætti að snúa sér með slíka hugmynd :)
Með kveðju,