Sælir kæru söguáhugamenn, long time no see  :)
 
Nú þegar "Nýji Hugi" er loks kominn í loftið, þykir mér ekki úr vegi að spyrja ykkur: Hver finnst ykkur helsti "Nýji Hugi" mannkynssögunnar? Þá á ég við snillinga sem breyttu heiminum með nýjum hugmyndum og hugsunarháttum.
 
Ég ætlaði fyrst að setja þessa spurningu upp í könnun, en við nánari umhugsun fannst mér betra að hafa þennan háttinn á. Það eru nefnilega svo ótal margir sem fólki gæti dottið í hug að nefna, að betra er að leyfa fólki að nefna sína kandidata sjálft.
 
 
Sjálfum detta mér í hug við stutta umhugsun t.d.:
 
Náunginn sem fyrstur kveikti eld
Náunginn sem fyrstur smíðaði hjól
Einhverjir af Forn-Grísku snillingunum (Aristóteles, Arkímedes, Plató, Sókrates og hvað þeir nú hétu allirsaman)
Leonardo Da Vinci eða einhver annar af Endurreisnarmönnunum
Kópernikus, Galíeo, eða einhver annar stjörnufræðingur
Isaac Newton
Voltaire eða einhver annar af Upplýsingamönnunum
Charles Darwin
Albert Einstein
 
O.s.frv. Það eru margir karlar (en því miður fáar konur) sem koma upp í hugann. En hvað finnst ykkur, hverja mynduð þíð tilnefna?
_______________________