Allir (kannski líka nokkrar stelpur) vitum við hvað gerðist í Stalingrad (Stalínsborg) veturinn 1942-43. Þar var Rússlandi bjargað, etc.

Árið 1961 var nafni borgarinnar breytt í “Volgograd” (Volguborg), vegna þess að þá þótti fólki Stalín orðinn vondur.

Kommúnistar höfðu að vísu áður breytt “St. Pétursborg” í “Leníngrad”, og Chemnitz í “Karl Marx-stadt”. En þeir létu þó vera að endurskíra Moskvu eða Berlín.

(Því má til gamans við bæta, að ekki einu sinni austurrískir nazistar breyttu nafninu á smáborginni Judenburg þar í landi).

Ef það kæmi nú í ljós, samkvæmt nýjustu heimildum, að Ingólfur Arnarson hefði verið ótrúlegt perra-kvikindi, ættum við þá að rífa niður styttuna af honum á Arnarhóli, og endurskíra Ingólfsfjall “Sumarbústaðaklett” eða álíka?

Mér finnst bara að staðarnöfn eigi yfirleitt að fá að halda sér, hversu vonda menn þau eru kennd við.
_______________________