Jæja nú langar mig að pæla aðeins. Segjum sem svo að Þjóðverjar hefðu unnið FYRRI heimstyrjöld. Þ.e.a.s. BNA hefðu komið með hermenn, sem hefðu verið kjöldregnir og Þjóðverjar náð París og Frakkar gefist upp? Hefði komið seinni heimstyrjöld? Hefðu Bandaríkjamenn tekið þátt í henni eða hefðu þeir endanlega ákveðið að hætta að taka þátt eftir klúðrið úr fyrri. Hefðu Sovétríkjunum verið leyft að vaxa?

Hefði Japan orðið hernaðarsinnaða heimsveldið sem þeir urðu? Ef þeir hefðu ekki unnið sigur í Fyrri heimstyrjöld og eignast nokkrar nýlendur hefðu þeir kanski lagt hernað við vestræn ríki á hilluna. Hefði fasisminn náð að grassera á Ítalíu eða hefði hann orðið verri en hann varð í raun?
Addi Copperfield, Certified testacle inspector.