Mikil umræða hefur verið á þessum vettvangi um gang hinna ýmsu styrjalda sögunnar. Sérstaklega virðist saga seinna heimsstríðs vera mönnum hugleikin. Spurningin sem ég vil leggja hér fram er hvort úrslit styrjalda hafa í raun haft einhver raunveruleg áhrif á gang sögunnar til lengri tíma litið? Skipta úrslit púnversku styrjaldanna nokkru fyrir sögu samtímans, hvort Hannibal hafi lagt undir sig Róm eða ekki? Skiptir einhverju máli hverjir fóru með sigur í orustunni um Hasting? Skiptir einhverju máli fyrir mannkynssöguna eftir 10þ ár hvort öxulveldin eða bandamenn fóru með sigur í seinni heimstyrjöld?

Auðvitað skipta stríð máli fyrir samtímann og áhrif þeirra gætir einhverja áratugi eftir það. En skipta úrslit þeirra í raun nokkru þegar við erum að horfa hundruði ára fram í tímann?

Þessar vangaveltur lúta auðvitað að því hverjir eru raunverulegir áhrifavaldar í sögunni. Er stjórnmálasaga í raun nokkuð annað en samtímasaga sé grant skoðað. Stjórnmálamenn hafa mikil áhrif í samtímanum en verk þeirra firnast fljótt. Sagan man þau svo sem en ekki mikið annað þegar öllu er á botnin hvolft.

M.