Örlygsstaðabardagi fór fram 21. ágúst árið 1238, á Sturlungaöld.

Hvamm-Sturla er talinn ættfaðir Sturlunga. Hann átti þrjá skilgetna syni, þá Snorra, Þórð og Sighvat. Sonur Sighvats, Sturla Sighvatson, var mjög umsvifamikill og stóð í miklum vígaferlum og útistöðum við Vatnsfirðinga. Sturla Sighvatsson sneri til baka til Íslands árið 1235 með umboð konungs um að leggja allt landið undir konung.

Apavatnsför, vorið 1238, er helsti aðdragandinn að Örlygstaðabardaga. Á þann fund mæltu sér mót Sturla Sighvatsson og Gissur Þorvaldsson. Sturla kom með frænda sínum, Böðvari Þórðarsyni, að vestan með hátt á fjórða hundruð manns en Gissur var aðeins með 40 menn. Gissur bjóst ekki við neinu illu. Skipaði þá Sturla mönnum sínum að handtaka Gissur. Sturla lét Gissur sverja sér eið að hann myndi aldrei hallmæla Sturlu. Gissur slapp með hjálp Kolbeins unga Ásbirnings.

Sturla ákvað að ætla drepa Kolbein unga á Flugumýri. Kolbeinn flýði áður en Sturla kom á Flugumýri. Kolbeinn ungi og Gissur og ákváðu að safna sér gríðarmiklu liði gegn Sturlungum. 21. ágúst, 1238 var her Sturlunga tæplega 1000 manns alls en sameiginlegur her Gissurar og Kolbeins u.þ.b. 1600.

Her Sturlu ásamt liði Kolbeins vígbjóst sunnan sauðhúss sem var á Örlygsstöðum innan gerðisins. Sunnlendingar grýttu í fyrstu menn Sturlu en nokkru seinna bannaði Gissur það. Menn Sighvats flýðu árás Kolbeins unga. Kolbeinn hóf þá hliðarárás á menn Sturlu. Þeir flúðu einnig en í millitíðinni var Sighvatur drepinn. Stuttu eftir að menn Sturlu flýðu var Sturla einnig veginn eftir að hafa varist með Lauga-Snorra. Þar af féllu 49 af liði Sturlunga en einungis 7 af mönnum Gissurar en Kolbeinn ungi missti engan.

Eftir bardagann sölsaði Kolbeinn ungi undir sig Norðlendingafjórðung og allar eignir Sighvats á Grund.