Ágætis spurning hér í nýjustu könnuninni, hvort þetta stæka hatur milli Araba og Gyðinga sé alfarið til komið vegna Ísraelsríkis eða ekki.

Mér skilst að það sé reyndar svo. Að Arabar hafi fram eftir öldum ekki haft neina sérstaka andúð á frændum sínum Gyðingum, hvað þá í þeim mæli sem Evrópumenn höfðu. Að Gyðingar hafi reyndar fyrr á öldum lifað að mestu óáreittir í löndum Araba, nokkuð sem ekki verður sagt um Evrópu.

Kristnir sökuðu Gyðinga um að hafa drepið Krist, nefndu það oft sem ástæðu fyrir hatri sínu á þeim, þó raunverulegar ástæður væru líklega “veraldlegri”, öfund og fordómar. Arabar (eða múslimar yfirleitt) höfðu engar slíkar ástæður. Þangað til Zíonismnin færði þeim þær.

Maður hefði talið það glapræði hjá Gyðingum að ætla að flýja hatur eins menningarheims (þess kristna/vestræna) með að fá annan (þann arabíska) upp á móti sér líka! En á hinn bóginn þótti þessum vestrænt-menntuðu Gyðingum auðvitað Arabar varla nógu merkilegir til að gera veður útaf.
_______________________