Athugið líka að ef WWIII verður einhverntíman á næstu árum (sem ég satt að segja efast um), er allsendis óvíst að Bandaríkin, Rússland, eða Evrópulöndin hafi neitt með upphaf hennar að gera. Þó að sjálfsögðu myndu þau dragast inn í styrjöldina (annars væri það varla “heimsstyrjöld” eða hvað?!).
Það sem ég er að meina með þessu er að stórstyrjöld gæti hafist í Asíu án mikillar aðkomu “gömlu veldanna”, vesturlanda. Meginstríðsaðilar yrðu væntanlega Kína og Indland, bæði kjarnorkuveldi með yfir milljarð íbúa. Þau lönd hafa aldrei verið nein sérstök vinalönd, lentu m.a. í takmörkuðu landamærastríði 1962.
Pakistan, stórt og nú afar róstusamt múslimaland - svarið óvinaland Indlands en í góðum samskiptum við bæði Kína og Bandaríkin, sem og Al Kaída (!) - gæti á einhvern hátt orðið bitbeinið sem draga myndi Bandaríkin inn í þessar margþættu deilur.
Þegar við horfum til núverandi stefnu USA varðandi Miðausturlönd, og gerum ráð fyrir að hún haldist að mestu óbreytt næsta áratuginn eða svo, er þarna örugglega alveg efni í baneitraðan kokkteil á borð við þann sem leiddi til WWI árið 1914. Okkar tíma “Sarajevó-morð” gæti orðið hvar sem er á þessu svæði, sem er ekki góð tilhugsun.
_______________________