Fyrir þá sem ekki vita (og þeir eru margir) var Armenska þjóðarmorðið framið af Tyrkjum á dögum Fyrri heimsstyrjaldar. Ein og hálf milljón manns voru myrtar.

Af ýmsum pólitískum ástæðum hefur óvenju lítið farið fyrir þessum stóra atburð í sögubókum, fyrr en á allra síðustu árum. Þó tyrknesk stjórnvöld neiti því enn í dag, ber mönnum almennt saman um að hér var um hreint og klárt þjóðarmorð að ræða, engu síður en Helför Gyðinga eða atburðirnir í Rwanda fyrir áratug síðan.

Lesa má nánar um þetta á http://en.wikipedia.org/wiki/Armenian_genocide

En lesið endilega eftirfarandi grein, sem spyr góðrar og þarfrar spurningar úr alþjóðastjórnmálum nútímans: http://www.counterpunch.org/cooney10122007.html
_______________________