Kannski á þetta frekar heima á /kvikmyndir en ég ákvað að senda þetta hingað inn þar sem ég held að það sé einhver áhugi fyrir þessu.

Allavega, Tom Cruise hefur tekið að sér að leika Claus von Stauffenberg í nýjum Hollywood-thriller sem mun koma út 8. ágúst, 2008.

Myndin mun heita Valkyrie, en það var dulnefni valdaránsplottsins sjálfs(s.s. að velta stjórninni um koll, ekki Hitler-deyja-stuffið) og mun Bryan Singer(leikstýrði m.a. Superman Returns, Usual Suspects, X-Men) leikstýra myndinni.

David Bamber, sem margir kannast eflaust við úr sjónvarpsseríunni Rome á Stöð 2 þar sem hann leikur Marcus Tullius Cicero, mun leika Führerinn.

Ef þið viljið fræðast meira um hvað myndin er um þá bendi ég ykkur á grein sem ég skrifaði, klikkið hér til að fara á hana.

Bætt við 30. júlí 2007 - 12:30
IMDB linkur
Wikipedia linkur
Romani ite domum!