Sælir sagnfræðiáhugamenn.

Ég er nýbúinn með alveg ágæta bókina Föðurland eftir rithöfundinn Robert Harris og mér datt í hug að benda ykkur á hana ef ykkur langar í góðan lestur.

Þessi bók er svona alternative history(hjásaga, what if sagnfræði) skáldsaga.
Hún gerist árið 1964, í Þýskalandi Hitlers. Þýskaland vann semsagt stríðið, og Kennedy er að koma að heimsækja Hitler á 75 afmælisdag hans til að fagna nýrri slökunarstefnu í samskiptum þjóðanna.
Opinber saga Þjóðverja er að gyðingarnir hafi allir verið fluttir austur á bóginn á “nýlendurnar”.
Í upphafi skáldsögunnar er Xavier March, rannsóknarlögreglumaður, kallaður til að rannsaka morðvettvang.
Fórnarlambið er gamall maður sem að, eins og Xavier kemst að, á sér skuggalega og dularfulla sögu úr Seinni Heimsstyrjöldinni…


Bókin var gefin út 1992, þýdd á íslensku '93.
Linkur á lista yfir þau söfn sem hafa bókina.
Bókin er 368 blaðsíður og ég mæli með henni, ekki aðeins fyrir þá sem hafa áhuga á sagnfræði/what if sagnfræði.

Takk fyrir mig,
MooMoo.
Romani ite domum!