Það kannast kannski ekki margir hér við David Halberstam, en hann var heimsþekktur blaðamaður þekktastur fyrir afar óvægna gagnrýni á stríðsreksturinn í Víetnam á sínum tíma.

Þekktastur varð hann fyrir bók sína “The Best and the Brigthest”, sem fjallaði um hvernig óhæfir stjórnmálamenn undir forystu Kennedys og svo Johnsons drógu Bandaríkin sífellt dýpra í Víetnamstríðið. Halberstam var einn af fyrstu amerísku blaðamönnunum sem kom til Víetnam og fór að kafa dýpra ofan í málin þar. Eftir það stríð hélt hann áfram að skrifa um utanríkispólitík, m.a. Clinton-stjórnina og Júgóslavíu.

Eftir þessa viðburðaríku ævi, voru örlög hans að deyja í bílslysi, 73 ára þó enn í fullu fjöri.

Án þess að vera með neinar samsæriskenningar, þá hefði verið gaman að sjá nýja bók eftir hann um Bush-stjórnina og “Stríðið gegn hryðjuverkum”, og maður hálf-bjóst við slíkri bók á næstu árum. En af því verður víst ekki :(

Dánarfregn: http://www.commondreams.org/archive/2007/04/24/706/

Wikipedia: http://en.wikipedia.org/wiki/David_Halberstam
_______________________