WWW.UBOAT.NET

Síðan Uboat.net er mjög viðamikil söguslóð þar sem viðfangsefnið er kafbátahernaður Þjóðverja í seinni heimstyrjöld frá a-ö. Fjallað er svo að segja um allt sem viðkemur þessum hluta heimstyrjaldarinnar niður í kjölinn og bætist stöðugt við. Þarna má finna ítarlegar upplýsingar um einstaka kafbáta og örlög þeirra, kafbátaforingja og örlög þeirra, skip sem kafbátar sökktu, hvaða kafbátar sökktu hvaða skipum, hvar sokknir kafbátar eru niðurkomnir, bækur um viðfangsefnið o.s.frv. Er síðan m.a. nefnd sem heimild í ekki ómerkara riti en alfræðiorðabókinni Britannica á internetinu auk þess að hafa verið veitt fjöldi viðurkenninga í gegnum árin. Aðstandandi síðunnar er Guðmundur Helgason frá Hafnarfirði og er síðunni stýrt þaðan. Síðan byrjaði einungis sem hans persónulega sögugrúsk en óx upp í það sem hún er núna, um sjö þúsund síður. Naut Guðmundur við þetta hjálpar fjölda aðila, þ.á.m. fjölda fræðimanna, þátttakenda í kafbátahernaðinum, sjónarvotta o.fl. Hér er um að ræða algert áhugamál og ráða gróðasjónarmið ekki ferðinni. Þessi síða er mjög vel unnin enda bráðum að verða tíu ár síðan Guðmundur byrjaði á henni. Hún er mjög ítarleg og aðgengileg, auðvelt er að leita sig áfram um hana þar sem allar síður eru krosstengdar þannig að notandinn hefur getur svo að segja endalaust vafrað áfram um hana enda meira en 7000 síður. Eftir því sem ég síðan best veit er skírskotað í allar heimildir á henni þannig að ég mæli hiklaust með henni sem söguheimild.<br><br>Með kveðju,

Hjörtur J.

www.isbjorninn.cjb.net

“In the beginning of a change, the patriot is a scarce man, brave, hated and scorned. When his cause succeeds, however, the timid join him, for then it costs nothing to be a patriot.” -Mark Twain
Með kveðju,