Ef til vill er þetta eitthvað sem á heima á korkinum en þá ratar
það vonandi á réttan stað.

Mér datt í hug að kanna hverjir eru/ætla að sinna þessu
áhugamáli og í því sambandi væri mjög áhugavert ef menn
sendu inn stutt svar þar sem þeir fjalla stuttlega um
sagnfræðiáhuga sinn. Á hvaða tímabilum hafa menn
aðallega áhuga, og hvers kyns sagnfræði er það sem heillar.
Ég á von á þvi að einn og einn sagnfræðingur, og
sagnfræðinemi, læðist hér inn og því verður fróðlegt að hafa
dálitla yfirsýn yfir hópinn. Ekki skilja það svo að ég telji þá
sem hafa menntun á sviðinu yfir aðra hafnir, því að í gegnum
tíðina hafa mörg merkilegustu sagfnæðiritin verið rituð af
leikmönnum.

Ég byrja þá bara á sjálfum mér og vona að aðrir sigli í
kjölfarið:

Ég er sagnfræðingur, og er að vinna að mastersgráðu í
faginu, en hef þó ekki stundað nám í greininni við HÍ. Mítt
helsta áhugasvið er saga átaka hvers kyns, og þá helst
milliríkjaátaka og síðan óhefðbundins hernaðar á síðustu öld.
Ég er fyrst og fremst 20. aldar sagnfræðingur en hef þó áhuga
á hernaðarsögu allt aftur til þess tíma er fyrsti hellisbúinn
sveiflaði kylfunni í bræði.

kveðja,

E
______________________________