Orðið var við töluverða vanþekkingu hérna (Íslandi/huga)á Íslam, þannig að mér datt í hug að hafa smá Triviu til gagns og gamans, þannig að fleiri myndu mögulega afla sér grunnupplýsingar um trúna og sögu hennar. :)




1. Hver er munurinn á Súnní og Sjíta Múslima?


2. Hverjir stofnuðu Írak og undir hvaða forsendum var það gert?


3. Hverrar þjóðar var Saladín?


4. Hvað er í miðju Mekka og afhverju er það talið heilagt?


5. hver barði Múslíma innrásina á bak aftur í Vín á 17. öld?


6. Hvaða Múslímska þjóð réði yfir Spáni og suður Frakklandi og hvenær?


7. Hvað eru Súrur Kóransins margar?


8. Hvaða rit segir hvað mest um líf og siði Spámannsins Múhammeð?


9. Hvað þýða eftirfarandi orð: Allah, Íslam, Múslimi, Kóraninn?


10. Afhverju er Jerúsalem mikilvæg borg fyrir Múslima?


11. Er Jesú nefndur í Kóraninum? Hvert er álit Íslam á Jesú?


12. Hverjar eru 5 súlur(Boðorð) Íslam


13. Eiga lítil börn að fasta með foreldrum sínum á Rammadan?


14. Við hvaða atburð byrjar Íslamskt tímatal?


15. Í hvaða tvo flokka flokkast Kóraninn og hvernig er Súrunum(“köflunum”/Bókunum) raðað?




Spurningarnar gætu verið nær endalausar, en þetta er góð byrjun finnst mér :)