Sælir kæru áhugamenn,

Nú fyrir skemmstu samþykkti ég aðra greinina í röð um 9/11. Fyrri samþykktina réttlætti ég með að 9/11 gæti nú farið að teljast sagnfræði, þó mjög nálægt okkur sé í tíma.

Seinni greinina samþykkti ég svo því hún var svargrein við hinni.

Persónulega drepleiðast mér þessar samsæriskenningar og hið endalausa hnútukast um þær. Greinar eins og þessi hafa hingað til verið birtar á Deiglunni, og spurning hvort við viljum leggja það á okkur að fá þær hingað inn?

Eitthvað höfum við nú fengið af mis-gáfulegum greinum um JFK-samsærið, Illuminati og Zíonista og guðveithvað í gegnum tíðina. Þær eru oftast birtar, því við stundum ekki ritskoðun hér nema ærin ástæða sé til, og líklega munum við halda áfram að fá þær. En viljum við nú vera að bæta þessari 9/11 þvælu við strax? Getur 9/11 ennþá kallast “current event”?

Gott væri að heyra frá meðstjórnendum mínum, sem og áhugamönnum hér almennt.

Kv,
DutyCalls
_______________________