Sælir kæru hugarar, setti inn triviu-spurningar fyrir neðan Sagnfræðilegar dagsetningar, eins og annað er þetta “tilraunaverkefni” og fer það eftir nennu stjórnenda að setja það inn, nema einhver áhugasamur vilji sjá um það í framtíðinni, en fyrsta trivian er komin inn. Allir að taka þátt og senda mér svörin í pósti, úrslitin verða svo byrt að viku liðinni.

Svo kom upp hugmynd hjá stjórnendum að hafa myndasamkeppni þar sem notendur myndu senda inn myndir í samkeppni (segir sig sjálft), þemað yrði auðvitað…. sagnfræði :)

Er einhver mórall fyrir því hjá huguðum sagnfræðiáhangendum áhugamálsins?

Bætt við 14. febrúar 2007 - 19:36
Athugið varðandi triviuna, til að komast hjá öllum misskilningi ef einhver var, þá eru stigin sem maður fær fyrir spurninguna ekki stig á huga, heldur stig sem stjórnendur nota til að aðgreina vægi spurninga, sá notandi með flest stig vinnur, fullt hús er því 3+3+2+2+2+2+1+1+1+1=18.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,