Þjóðverjar græddu ekki mikið á bandalagi sínu við Ítali og Japani. Þeir áttu jú allir sameginlega óvini, og voru allir fasistar. Þjóðverjar höfðu unnið sér inn stríð við bandamenn með innrás sinni í Pólland og Japanir voru í stríði við þá í herför sinni fyrir sameinaðri A-Asíu undir japanskri fasistastjórn og Ítalir vildu eigna sér N-Afríku og endurbyggja rómverska keisaradæmið. En Þjóðverjar sem lögðu áherslu á innrásina í Sovétríkin í krossferð sinni gegn bolsévisma töpuðu á þessu bandalagi.

Mussolini fanst hann vera minni maður þegar Hitler var búinn að leggja undir sig Pólland og niðurlöndin, og innlimaði Albaníu og réðst á Grikkland. En hin nýji rómverski her fór halloka í baráttu sinni gegn Grikkjum og Þjóðverjar komu niður og björguðu þeim en,Ítalir höfðu dregið athygli bandamanna að balkanskaganum og Þjóðverjar komnir með nýja vígstöð til að verja.
Svo ég tali nú ekki um þegar Ítalir réðust inn í Egyptaland og Túnis frá Lýbíu og byrjuðu að tapa kom Hitler aftur til aðstoðar með Afrika korps til að það myndu nú ekki opnast dyr til S-Þýskalands.

Japanir sem voru greinilega að gera allt annað en þjóðverjar (eins og Ítalir) áttu auðvitað að hjálpa til með innrásina í Sovétríkin eða bara koma ekki nálægt þjóðverjum. Eftir að njósnarar Sovétmanna komust að því að Japanir myndu alls ekki gera alsherjarárás á Síberíu gátu þeir sent um það bil sexhundruð þúsund manna varðlið frá síberíu alla leið vestur fyrir Úralfjöll og skiptu sköpum við sigurinn við Stalingrad. Svo ekki sé talað um Pearl harbor sem dró Bandaríkjamenn í stríðið.

En mér er spurn? Hvað græddi Þýskaland, leiðtogi öxulveldanna á þessu bandalagi?
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,