Ég er að leita að “sagnfræðiupplýsingum” úr tiltölulega nýliðinni fortíð. Á árunum fyrir og eftir 1990 kenndi maður að nafni Guðni Guðnason bardagalistir í Reykjavíkurborg. Hann kenndi sig við kerfi sem að hann kallaði “Fujukado” og kenndi einnig barnatíma undir nafninu “Turtles Kung Fu”.

Það fór svo allt í háaloft eftir fremur illa heppnað mót þar sem grátandi börn börðu hvort annað með boxhönskum og allt saman var sýnt í sjónvarpinu. Skömmu síðar hvarf Guðni af yfirborði jarðar, allavega innan bardagalistaheimsins.

Ef einhver man eftir þessum manni og hans starfsemi hér á landi og getur hjálpað mér að fylla í eyðurnar með það nákvæmlega hvað fór fram í þessum klúbbi hans, endilega látið mig vita.