Þessa könnun sendi ég inn fyrir nokkrum dögum, ekki í fúlustu alvöru, heldur sem hálfgerða skopstælingu á könnun sem þá var í gangi um verstu illvirki Bandaríkjamanna.

Sú könnun fór svolítið í taugarnar á mér, og ekki útaf því að ég sé eitthvað sérstaklega hlynntur Bandaríkamönnum. Og mér er heldur ekkert sérstaklega uppsigað við Rússa, ég hefði alveg eins getað tekið fyrir Þjóðverja, Breta, Frakka, Japani… hvaða sögulegt stórveldi sem er.

Meiningin með könnuninni var einungis sú að sýna fram á að ekki er til það stórveldi í mannkynssögunni sem ekki hefur eitthvað slæmt á samviskunni. Að mínu mati á sagnfræði ekki að snúast um að skipta sér upp í lið og vera hlynntur einum aðila og á móti öðrum, afturvirkt um áratugi eða aldir. Slíkt er að mínu mati ekki góð sagnfræði, betra er að vega og meta atburði í sínu sögulega samhengi hverju sinni og mynda sér skoðun útfrá því.

En svarið samt endilega könnuninni heiðarlega. Þó ég muni ekki senda inn fleiri kannanir um illmennsku einstakra þjóða, verður þó forvitnilegt að sjá niðurstöðurnar úr þessari.
_______________________