Ekki veit ég nú mikið um það, en mér skilst að Bandaríkjamenn hafi gert díl við Lucky Luciano sem þá sat inni. Díllinn var þannig að hann hjálpaði þeim að komast í samband við félaga sína í mafíunni á Sikiley til að skipuleggja andspyrnuaðgerðir fyrir innrásina árið 1943. Mussolini hafði gert allt sem hann gat til að berja sikileysku mafíuna niður, og var því ekki vinsæll hjá þeim. Allavega, gegn þessari aðstoð var Luciano látinn laus, með því skilyrði að hann færi til Ítalíu og kæmi aldrei aftur til USA.
Þetta er það eina sem ég man eftir, en þú ættir að finna eitthvað meira um þetta ef þú flettir Lucky Luciano upp á Wikipedia.
_______________________