1979 - 1989, Borgarastyrjöld í Afganistan. “Sósíalísk” stjórn í Afganistan sem var hliðholl Sovétmönnum og talíbanar sem fela sig í fjöllunum börðust um völd. Eins og almenningur á vesturlöndum hefur komist að á síðustu árum, þá eru talíbanar mjög vondir náungar. Menn sem líta á konur sem verkfæri til að búa til börn og þrífa. Og margt fleira sem ekki þarf að taka framm.
Sovétmenn sendu hermenn í landið til að hjálpa stjórninni eins og kaninn gerði í Víetnam.
Á meðan sendi kaninn alls kyns vopn, föt, mat og þess háttar útbúnað til talíbananna til þess að berjast á móti Sovétherjunum og stjórninni. Árið 1989 fóru Sovétmenn úr landinu og talíbanar hrifsuðu völdin með nýja bandaríska útbúnaðinum.
Árið 2001 réðust Bandaríkjamenn á talíbanastjórnina í Afganistan og buffuðu þá. Og eru þeir svo sendir umsvifalaust í “high-security prison” í Guantanamo. Fyrrverandi bandamenn sem þeir studdu til valda.



Svipaða sögu er að segja af innrásini í Írak sem allir kannast við.
Á árunum 1980 - 1988 var “Saddams-Írak” í stríði við Íran. Þá fór kaninn að leika guð. Hann gaf sitthvorum aðilanum vopn, peninga og alls kyns útbúnað eftir aðstæðum. Það endaði ekki strax því að kaninn hélt áfram að dæla peningum og dóti í “Saddams-Írak”. Svo réðstus Írakar á Kúwait árið 1990 útaf græðgi og yfirgangi Saddams. Þá lýsti kaninn yfir stríð á þá og rak þá úr Kúwait. Svo eins og allir muna réðist kaninn á “Saddams-Írak” árið 2003 með þeim afleiðingum að ólia og peningur dælist inn í landi frá leppstjórninni.


Jæja nú er búið að punga út peninga og olíu út úr Írak þá er bara reynt að klína einhverjum fjanda á Sýrland (þarna með leyniþjónustuna í Líbanon) og Íran sem flestir hafa orðið vitni af upp á síðkastið. AF hverju stafar meiri hætta af Írönum með kjarnorkuvopn en Bandaríkjamönnum eða Rússum eða Kínverjum? Maður skilur þetta nú með N-Kóreu þar sem ástandið þar er áhyggjanna virði.

Leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál, en þetta finst mér ekki sniðugt!
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,