Góða kvöldið

Mér finnst leitt að sjá hversu einhæf skrifin á þessari síðu eru oft. Meirihluti greinanna hérna eru um WWII, þetta eru jú allt glæsilegar greinar, en ég held að fólk sé alveg tilbúið í að fara lesa um eitthvað annað. Maður sér t.d. næstum ekkert skrifað hérna um Rómaveldið, Egyptaland til forna, Fönikkar, Grikkland til forna eða Súmera, þetta voru allt miklir stríðsmenn og ef mér skilst rétt á greinarskrifunum, þá eruði allir/allar miklir stríðsmenn. Verum nú öll dugleg í jólafríinu og lesum okkur til um forna tíma.