Ýmislegt í tímans rás ·þéttbýlismyndun um aldamótin 1900 hafði í för með sér að það fjölgaði ólíkum hagsmunahópum.
·Ísland var lýst fullvalda ríki árið 1918
·Ástandsleiðin(fjárhagsnefnd: danir styrkja íslendinga um 42.000 ríkisdali árlega í nokkur ár
·Reikningsleiðin(Jón Sigurðsson): danir endurgjalda íslendingum 120.000 ríkisdali árlega fyrir aldarlanga kúgun
·1871 voru lög um stöðu Íslands innan Danska ríkisins sett, kölluð Stöðulögin
·Íslensk stjórnarskrá og þjóðhátíð 1874
·Guðrún Borgfjörð skrifaði Minningar sínar um 1900 og lýsir hátíðarhöldum þjóðhátíðarinnar árið 1874
·Þjóðlið íslendinga með tæplega 500 meðlimum barðist fyrir stjórnfrelsi og verndun þjóðarréttinda íslands og komu saman á þingvallafundi árið 1885 og frumfluttu baráttusöng Steingríms Thorsteinssonar, Öxar við ána
·Valtýr Guðmundsson, háskólakennari í kaupmannahöfn og alþingismaður, hélt því fram meðal annars í tímaritinu sínu Eimreiðin að leggja þyrfti sæsíma til Íslands, bæta samgöngur og styrkja verslun og viðskipti
·Stjórnarskipti urðu í Danmörku árið 1901 og var sú stjórn tilbúin til að veita íslendingum aukin réttindi og innlendan ráðherra sem búa skyldi í Reykjavík
·Heimastjórn var komið á á íslandi árið 1904, þar með komst á þingræði á Íslandi og framkvæmdarvaldið var innlent
·Sigtryggur Jónasson, tvítugur vinnumaður, lagði meðal þeirra fyrstu upp í vesturför og fékk hann viðurnefnið ,,faðir nýja Íslands”.
·Á 45 ára tímabili (1870-1914) fluttu 14-16 þúsund manns til vesturheims
·frá 19. öld til 1932 fluttu um það bil 52 milljónir manna frá Evrópu, þar af 33 milljónir manna til bandaríkjanna
Árið 1875 varð mikið sprengigos í Öskju
Í Vesturheimi voru gefin út blöð til að viðhalda íslenskri menningu, þ.á.m. Heimskringla og Lögberg, og lestrarfélög voru stofnuð svo sem “Fróðleikshvöt” sem var gert að almenningsbókasafni
Um 19. öldina tók iðnaðarframleiðsla við að landbúnaði í Bandaríkjunum og voru ameríkuferðirnar ein helsta forsenda þess
Skýjakljúfar voru reistir og járnbrautateinar voru lagðir um endilöng Bandaríkin og straumur innflytjenda var mikill
Árið 1800 voru íbúar Bandaríkjanna um 5 milljónir talsins
Árið 1850 voru íbúar Bandaríkjanna um 23 milljónir talsins
Um aldamótin 1900 voru íbúar Bandaríkjanna um 75 milljónir talsins
Gullæðið svokallaða var í Kaliforníu veturinn 1848 þegar gull fannst þar og flykktust þúsundir gullleitarmanna þangað
Þrælahald viðgengst í Bandaríkjunum jafnvel á 19. öld
Abraham Lincoln var kosinn forseti árið 1860 og út braust borgarastyrjöld árið 1861 sem Norðurríkin unnu og var þá lagt bann við þrælahaldi eins og Lincoln hafði lýst sig andsnúinn gegn
Japanir lentu í átökum við kínverja á árunum 1894 til 1895 og höfðu betur og stuttu síðar árið 1905 höfðu japanir betur gegn rússum
Á 19. öld var ungbarnadauði mun fátíðari í Evrópu en t.d. Afríku
Súezskurðurinn var opnaður árið 1869, gufuskip og járnbrautir tryggðu auknar samgöngur, símasamband var á milli sumra landa
Um 1870 jókst verslunarsamkeppni mikið, einkum á milli iðnríkjanna Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Japan og brást Þýskaland við aukinnni verslunarsamkeppni með því að setja á tolla til að vernda innlendar vörur
Árið 1880 voru rétt um 10% landsvæða Afríku undir yfirráðum Evrópu en við upphaf fyrri heimsstyrjaldarinnar árið 1914 var nær öll Afríka áhrifasvæði Evrópu. Heimsálfunni hafði verið skipt á milli Frakka, Breta, Þjóðverja, Ítala og Belga á fundi í Berlín árið 1885 og voru landamæri nýlendna afmörkuð á þeim fundi einnig
Búastríðin á árunum 1899 til 1902 voru átök um landsyfirráð á milli Búa og Breta sem endaði með yfirráðum Breta
Robert Baden-Powell stofnaði skátahreyfinguna árið 1908 sem barst til íslands árið 1912
Ólympíuleikarnir voru endurvaktir árið 1896 og alþjóðaknattspyrnusambandið var stofnað árið 1904
Franskir vísindamenn uppgötvuðu að kínin gagnaðist til að byggja upp ónæmi við malaríu sem er skæð hitasótt, landlæg í hitabeltislöndum Afríku
David Livingstone var skoskur trúboði sem boðaði kristna trú og evrópska siði í Afríku um miðja 19. öld
Indland var dýrasta djásn Bretaveldis og var landið gert að krúnunýlendu árið 1858
Rudyard Kipling fæddist í Bombay á Indlandi en hann er frægur fyrir sögur sínar svo sem söguna af frumskógardrengnum Móglí
Aldarmótaárið 1900 var haldin heimssýning í París og meira en 50 milljón manns sáu sýninguna
Um aldarmótin 1900 voru Bandaríkin orðin mesta iðnveldi heims og hefur 20. öldin verið kölluð öld Bandaríkjanna
Alexander Graham Bell fann upp talsímann árið 1876 og Thomas Alva Edison fann upp grammafóninn og ljósaperuna
Henry Ford varð fyrstur til að nota færiband í verksmiðju sinni í Detroit árið 1913 og nokkrum árum síðar skiluðu færibönd verksmiðjunnar þúsundum bíla á dag og varð verð bílanna við fjöldaframleiðslu viðráðanlegt fyrir hinn almenna borgara
Árið 1886 var Landsbanki Íslands stofnaður
Um 1890 var markaðsbúskapur að leysa sjálfsþurftabúskap af hólmi
Fyrsta stóra rafstöðin á Íslandi fékk orku frá Elliðaárvirkjun í Reykjavík sem tekin var í notkun árið 1921
Í Reykjavík 26. júni árið 1905 bárust loftskeyti í fyrsta sinn til Íslands og árið eftir komst á ritsímasamband við útlönd fyrir tilstilli sæstrengs frá Bretlandseyjum
Í ágúst 1935 komst á talsamband við útlönd
Fyrsti talsíminn var notaður á Íslandi árið 1889 þegar Ásgeir Ásgeirsson lagði símalínu á milli tvegga verslunarhúsa
Fyrsta kvikmyndasýningin á Íslandi var á Akureyri 27. júní árið 1903
um 1920 var Hollywood komið með yfirgnæfandi yfirburði í kvikmyndagerð og um svipað leiti voru bílar farnir að láta sjást til sín á Íslandi
Árið 1907 var komið á skólaskyldu fyrir öll börn 10 til 14 ára
Árið 1908 var Kennaraskóli Íslands stofnaður og árið 1911 var Háskóli Íslands stofnaður sem hafði aðsetur í Alþingishúsinu við Austurvöll
Árið 1921 voru sett vökulögin
Tveir togarar féllu í einu mannskæðasta veðri sem sögur fara af sem skall á í febrúar árið 1925 og fórust 68 menn
Fyrsta verkalýðsfélagið var Báran og var stofnað árið 1894 af hásetum á þilskipum
ASÍ var stofnað árið 1916
Eitt fyrsta verkfallið á Íslandi var í Reykjavík árið 1913 við byggingu hafnarinnar
Á Nýja-Sjálandi var konum veittur kosningaréttur til þingkosninga árið 1893
Súffragetturnar eða blásokkurnar svokölluðu beittu róttækum baráttuaðferðum, t.d. með hungurverkföllum
Hið Íslenska kvenfélag var stofnað árið 1894
Undir lok 19. aldar hófs útgáfa kvennablaðsins og ritstjóri þess var Bríet Bjarnhéðinsdóttir sem var eldheit baráttukona fyrir bættum hag kvenna og skrifaði hún megn blaðsins sjálf
Árið 1907 var Kvenréttindafélag Íslands stofnað og var Bríet formaður þess fyrstu 19 starfsárin
Fyrsta íslenska konan til að ljúka stúdentsprófi hét Laufey Valdimarsdóttir og var hún dóttir Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og gerði hún það árið 1910
Árið 1911 fengu konur jafnan rétt og karlmenn til náms og embætta
19. júní 1915 fengu konur kosningarétt til Alþingis og var fyrsta konan til að taka sæti á þingi Ingibjörg H. Bjarnason
Fullum kosningarétti kvenna var komið á á Íslandi langt á undan nálægum löndum, eins og í Noregi árið 1913, í Bandaríkjunum árið 1919, í Bretlandi árið 1928, í Frakklandi árið 1945 og í Sviss árið 1971
Afstæðiskenning Albert Einsteins sem hann gaf út á 20. öld kollvarpaði ýmsum hugmyndum manna um alheiminn
Alexander Fleming fann upp pensillínið árið 1928
DNA uppgötvaðist á sjötta áratug 20. aldar

Frjálsar Þjóðir:

Fyrsti heimurinn - Norður Ameríka, Vestur Evrópa, Japan, Ástralía og Nýja Sjáland
Annar heimurinn - Sovétríkin og austantjaldsríkin
Þriðji heimurinn - Öll önnur lönd

Sjálfstæði:

1900 - tvö sjálfstæð ríki í Afríku og sex í Asíu
2000 - 53 sjálfstæð ríki í Afríku og 46 í Asíu
1922 - fékk Egyptaland sjálfstæði

Fleira fólk:

1800 - 1 milljarður manns búa á jörðinni
1900 - 1,6 milljarður
1960 - 3 milljarðar
2000 - 6 milljarðar

Ghandi:

1885 - Kongressflokkurinn stofnaður á Indlandi og varð helsti vettvangur flokksins sjálfstæðisbarátta gegn Bretum
Í kring um 1920 var Mahatma(“hin mikla sál”) Ghandi kjörinn leiðtogi Kongressflokksins
Hann var hindúatrúar og grænmetisæta. Hann eyddi meira en sex árum á bak við lás og slá, meðal annars fyrir svokallaða “saltgöngu” þar sem hann og 78 stuðningsmenn hans gengu mörg hundruð kílómetra til sjávar og þúsundir og aftur þúsundir Indverja slógust í hópinn
1948 - Ghandi var myrtur af öfgasinnuðum trúbróður sínum
2000 - 90% Indverja eru hindúar, eða um 900 milljónir manna og 100 milljónir eru múslímar

Indland og Pakistan:

1947 - litu tvö ný ríki dagsins ljós, Indland og Pakistan. Sú skipting var aðallega eftir trú, hindúar í Indlandi og Múslímar í Pakistan en mikil átök hafa verið á milli þessara trúarhópa og sérstaklega eftir skiptinguna og mest um héraðið Kashmír
Erfðarstéttarkerfið í Indlandi var afnumið með lögum en það þótti lífseigt

Kína:

1911 - keisaraveldið var afnumið
1912 - Kína varð lýðveldi og öflugasta stjórnmálahreyfing landsins var Gupmindang, flokkur þjóðernissinna
1921 - kommúnistaflokkurinn var stofnaður, fjórum árum eftir októberbyltinguna í Rússlandi, en þar fór fremstur í flokki Maó Tse-tung eða Maó formaður
Átök kommúnistaflokksins og flokk þjóðernissinna olli að lokum borgarastyrjöld sem tók sér hlé á meðan að seinni heimsstyrjöldin í Asíu gekk yfir og byrjaði svo aftur og lyktaði með sigri kommúnistaflokksins
1931 - Japanir lögðu undir sig nyrsta hluta Kína, Mansjúríu, sem lýst var sjálfstætt ríki
1937 - Japanir hófu styrjöld gegn Kína og markar sá atburður upphaf heimstyrjaldarinnar síðari í Asíu en þeir tapa henni

Alþýðulýðveldið Kína:

1949 - í október lýstu kommúnistar yfir stofnun alþýðulýðveldis í Kína og varð Maó formaður leiðtogi hins nýja Kína
Þjóðernissinnar flúðu með fjölmennan her út á eyjuna Tævan (Formósu) þar sem þeir stofnuðu eigið ríki og voru fulltrúar alls Kína á þingi Sameinuðu þjóðanna fyrir hönd Kína til ársins 1971
Nú búa um 1200 milljónir í Kína en um 25 milljónir í Tævan
Fljótlega eftir sigur kommúnista fóru þeir að byggja upp nýtt þjóðfélag í anda sósíalismans. Með búskap, iðnaði og þungaiðnaði minnti þetta mjög á stefnu Stalíns í Sovétríkjunum og voru gerðar fimm ára áætlanir
1959 - Kínverjar innlimuðu Tíbet og flúði Dalai Lama, trúarleiðtogi tíbeta, land og hefur hann æ síðan vakið athygli á örlögum og málstað þjóðar sinnar
1964 - Kínverjar sprengdu sína fyrstu kjarnorkusprengju

Menningarbylting:

1966 - Var menningarbylting sem Maó formaður átti upphafið að en meðal annars þá voru stofnuð samtök ungs fólks svokölluð Rauðu Varðliðarnir, og einnig gaf Maó formaður út Rauða kverið sem var biblía kínverskra ungmenna á þeim tíma

Kínverjar skipta um gír:

1976 - Maó formaður lætur lífið og eru teknir upp nýjir viðskiptahættir sem orsökuðu allt að 10% hagvöxt á ári hverju
1999 - níu af tíu menguðustu borgum heims voru í Kína
1989 - reis upp öflug andhófshreyfing með stúdenta í fararbroddi sem kröfðust lýðræðisumbóta og héldu þeir fjölmenn mótmæli á torgi hins himneska friðar í höfuðborginni Beijing en þá siguðu stjórnvöld skriðdrekum á stúdentana og fjöldi manns lét lífið

Asíuríki á uppleið:

Japan gekk vel í þróun í efnahagsmálum og viðskipti við útlönd og hagstæður viðskiptajöfnuður var góður, einnig voru nokkur önnur svipuð lönd svo sem Norður Kórea, Tævan, Singapore og Hong Kong sem voru öflug í viðskiptamálum og fluttu mikið út. Lengi vel var Ísland eina þjóðin í Evrópu sem seldi meira til Japan en þeir keyptu frá Íslandi vegna stórs markaðs fyrir síld og loðnu
Hong Kong var undir stjórn Breta fram til ársins 1997 þegar hún komst undir stjórn Kínverja

Palestína og Ísrael:

Síonismi - Sú stefna gyðinga sem gengur út á að eignast eigin þjóðarheimkynni
Til forna bjuggu gyðingar á landssvæði sem hét Palestína og var það kallað “landið helga” í biblíunni, en svo hröktust þeir í burtu og dreifðust um Evrópu og Norður Ameríku svo eitthvað sé nefnt en svo fengu þeir síonismastefnuna í sig og fóru að snúa “heim” og hófu að kaupa lönd í Palestínu. Um aldamótin 1900 bjuggu nokkur þúsund gyðinga í Palestínu
1947 - gerðu Sameinuðu þjóðirnar tillögu að tvískiptingu landsins milli gyðinga og Palestínu
1948 - lýstu gyðingar yfir stofnun Ísraelsríkis. Arabaríkin réðust þegar til atlögu gegn því en Ísraelsmenn höfðu betur og höfðu upp úr krafsinu meira landsvæði
1967 - Sex daga stríðið svokallaða átti sér stað og gersigruðu Ísraelsmenn hersveitir arabaríkjanna og hertóku meðal annars Vesturbakka Jórdanár, Gazasvæðið, Gólanhæðir, Sínaískaginn auk þess sem þeir réðu nú yfir allri Jerúsalem
Frelsissamtök Palestínuaraba (PLO) héldu uppi málstað Palestínumanna fyrir endurheimtu lands síns en leiðtogi þeirra lengstum var Yasser Arafat
“friðarferlið” - Tilraunir til að semja um varanlegan frið milli Ísraelsmanna og araba
1980 - Ísraelar sömdu við Egypta um frið og skiluðu þeim Sínaískaga
1993 - var skrifað undir svokallaðan Oslóarsamning, en með honum fólst gagnkvæm viðurkenning Ísraela og Palestínumanna auk þess sem þeir kváðu um á sjálfsstjórn Palestínuaraba á Vesturbakkanum og Gazasvæðinu
6 Milljónir manna búa nú í Ísraelsríki en um 10% þeirra eru Palestínuarabar
2000 - Brutust út blóðugar óeirðir á Gazasvæðinu og Vesturbakkanum á milli Ísraelska hermanna og Palestínuaröbum

Arabar:

1963 - Alsír var viðurkennt sem sjálfstætt ríki eftir blóðugt stríð við frakka sem um það leyti voru 6 milljónir í landinu
Panarabismi - Sú viðleitni araba til að sameinast þar sem þeir tala sama tungumálið, aðhyllast sömu trú (íslam) auk þess sem andúðin á Ísraelsríki hefur þjappað þeim saman
1968 - rændu herforingjar völdum í Írak og ári síðar varð Saddam Hussein æðsti valdamaður þar og um svipað leyti braust
Moamer al Gaddafi til valda í Líbýu
1990 - í ágústbyrjun réðust Íraskar hersveitir inn í Kúveit og stuttu síðar lýsti Saddam Hussein því yfir að búið væri að innlima landið í Írak
1991 - í janúar hófst hernaður Sameinuðu þjóðanna með Bandaríkamenn í fararbroddi gegn Írökum (Persaflóastríðið/The Gulf War), kallaður “eyðimerkurstormurinn” (Desert Storm) og lyktaði því með því að Írakar skildu eftir sig sviðna jörð og kveiktu í fjölmörgum olíulindum

Íslam:

1979 - klerkastjórn náði völdum í Íran og lýsti yfir stofnun íslamsks lýðveldis undir forystu Ayatollah Khomeinis komu þeir á einskonar trúarlegu einræði en þeir voru bókstafstrúarmenn
Undir lok 20. aldar náðu aðrir bókstafstrúarmenn, svokallaðir Talibanar, völdum í Afganistan og voru konur “kúgaðar” samkvæmt skoðunum Evrópskra kvenna

Rómanska Ameríka:

1910 - braust út tíu ára mannskæð borgarastyrjöld í Mexíkó
Víða spruttu upp skæruliðahreyfingar í anda Kastrós á Kúbu og hófu baráttu fyrir sósíalískri þjóðfélagsbyltingu
1980 - herforingjastjórnin í Argentínu fékk illt orð á sig og þúsundir manna “hurfu”
Guatemala, Hondúras, El Salvador og Nicaragua hafa verið kölluð “bananalýðveldin” vegna þess hve háð þau eruútflutningi á einstökum ræktunarafurðum
1973 - steyptu herforingjar í Chile með stuðningi Bandaríkjamanna sósíalistanum Salvador Allende úr forsetastóli en leiðtogi þeirra var Augusto Pinochet en hann var kyrrsettur á Bretlandi árið 1998 vegna kröfu Spánverja um að hann yrði látinn svara til saka

Afríka:

1957 - urðu íbúar Bresku nýlendunnar Ghana á Vesturströnd Afríku fyrsta “svarta” Afríkuþjóðin til að losna undan yfirráðum Evrópumanna. Í kjölfarið fylgdi sjálfstæðisbylgja sem reist hæst 1960 “sjálfstæðisárið mikla” þegar hvorki fleiri né færri en 17 lönd í álfunni bættust í hóp sjálfstæðra ríkja
1967 - 64 valdatilraunir höfðu verið gerðar í ríkjum svörtu Afríku
1990 - flest Afríkuríki sunnan Sahara eyðimerkurinnar orðin í raun gjaldþrota
1963 - ákváðu Samtök Afríkuríkja (OAU) að virða þau landamæri sem þau hlutu í arf frá nýlendutímanum
1960 - Kongó hlaut sjálfstæði en aðeins 13 innfæddir höfðu lokið háskólaprófi í landi með 20 milljón manna íbúafjölda og 250 ættbálka sem töluðu 200 ólík tungumál
1996 - voru 16 af 53 Afríkuríkjum í einhversskonar ófriði
1994 - í ríkinu Rúanda sem samanstendur aðallega af tveim þjóðflokkum, Tútsum og Hútúum, en þeir síðarnefndu voru 80% íbúanna. Mikil tortryggni og hatur var og er á milli þessara tveggja þjóðflokka og myrtu Hútúar á nokkrum vikum meira en hálfa milljón Tútsa, konur, börn og gamalmenni
1998 - í árslok voru samtals rúmlega 33 milljónir eyðnisjúklinga í heiminum og af þeim meira en 22 milljónir Afríkubúar

Svart og hvítt:

1990 - var Suður Afríski blökkumannaleiðtoginn Nelson Mandela látinn laus úr fangelsi en hann hafði setið í fangelsi í 27 ár fyrir undirróður og ólöglega andspyrnu gegn stjórnvöldum og var hann við það hylltur sem þjóðhetja, fjórum árum síðar var hann kosinn forseti landsins, þá 75 ára gamall, og sat hann til ársins 1999
Hvítir réðu flest öllu í landinu þó þeir væru 5 milljónir á móti 25 milljónum svartra og lögleiddu þeir aðskilnaðarstefnu(apartheid) sem gerði blökkumenn að annars flokks þegnm sem nutu ekki kosningaréttar og urðu flestir að búa á sérstökum svæðum sem þyrfti sérstakt leyfi til að vera útaf
Afríska þjóðarráðið (ANC) undir forystu Nelson Mandela barðist gegn aðskilnaðarstefnunni og hafði stórsigur úr býtum að bera með friðsamlegum aðgerðum