Ég er ekki alveg að botna í þessar könnun sem er núna í gangi. Hún hljóðar svona:

Hvort heldur þú meira upp á, Snorra Sturuson eða Egil Skalla-Grímsson?


Snorra, pottþétt!
Egil, tvímælalaust!
Báða bara:) báðir ágætir karlmenn
Bækur Snorra, en annars Gissur..
Hlutlaus/Annað


Af hverju inniheldur möguleiki þrjú manninn Gissur? Og hvernig á maður að vita um hvaða Gissur er umræddur hér?
Og síðan finnst mér þetta hálfasnaleg könnun þar sem þú getur ekki borið Egil og Snorra saman. Báðir mikilmenni í íslenskum fræðum enn þeir eru svo ólíkir. Egill er íslenski jötunninn og kappinn á meðan Snorri er mikla Íslendinga skáldið.

Allavega mér finnst þetta hálf asnaleg könnun og ég varð bara að koma þessu á framfæri…