Gott væri ef fólk færi að senda inn greinar, kannanir og korka um eitthvað annað en styrjaldir, ríki og fræg einstaklinga. Sagan er svo ótrúlega fjölbreytt. Æskilegt væri ef notendur tæku tillit til þess og skrifuðu um eitthvað annað. Íslandssaga væri líka ekki vitlaust viðfangsefni, enda fáir betur til þess fallnir að fjalla um hana en íbúar Íslands.


Eða eru sagnfræði-hugarar nokkuð svo einsleitnir að hafa allir áhuga á því sama? Þetta hefur svo líka áhrif á hvort fólk komi oftar en einu sinni hér inn. Eitt það mikilvægasta sem fólk þarf að hafa í huga þegar er skrifað er hver sé lesendahópurinn.

Lifið heill