Sælir Hugarar -

Nú fer senn að líða að jólum, og hef ég ákveðið að vera svolítið tímanlega í því ár, svo að ég lendi ekki í stressi á Þorláksmessukvöld við gjafainnkaup.

Þannig er nú mál með vexti, að hann pabbi minn er mikill áhugamaður um Sagnfræði. Helst hefur hann áhuga á WWII og Íslandi. Það er að segja þeim þáttum WWII, sem tengdust Íslandi hvað helst, t.d. Sjóorrustur á N-Atlantshafi.

Mig langar til að finna einhverja fallega og góða bók, á ensku eða íslensku, og eina góða heimildarmynd á DVD. Mig langaði því að forvitnast um það hvort að þið gætuð mælt með einhverju sérstöku.

Þetta er helst það sem ég er að leita af:

Bók: Á Íslensku eða ensku og með hæfilegu magni af skemmtilegum ljósmyndum.

DVD: Verður að jafa íslenskan eða enskan texta. Verður að vera Region 2. Verður að vera almenninlegur diskur. Verður helst að vera talsvert af efni á honum, þ.e.a.s. er ekki að leita að einhverjum 40 mínútna þætti sem sýndur var í sjónvarpi og var svo brenndur á DVD aukalega.

Ef það er einhver sem getur hjálpað mér með þetta, þá væri það ofboðslega vel þegið.

Bestu Kveðjur
Helgi Þó