Sælir sagnfræðingar..

Mikið hefur verið rætt um ofbeldi í myndinni The Passion of the Christ, persónulega finnst mér ofbeldið þjóna boðskap hennar en þó var eitt atriði sem fór fyrir brjóstið á mér.

Þegar er verið að krossfesta Jesú er bundið reipi um annan handlegg hans og hann togaður úr lið svo hægt sé að negla hendurnar með lengra millibili.

Mín spurning er þessi; Eru einhver dæmi um slíkar venjur á þessum tíma? Ef svo er þá væri gaman að heyra frá ykkur. Ef ekki er þetta örugglega eina dæmið í myndinni þar sem ofbeldið er tilgangslaust að mínu mati..


Með fyrirfram þökk,
Gunna