Á fyrri hluta 20. aldar voru Bandaríki Norður Ameríku auðugasta ríki heims. Víða var tekin upp færibandsframleiðsla sem skilaði meiri afköstum en áður eða annar staðar þekktist. Afar mikið var því framleitt af vörum. Árið 1929 fór að bera á því að meira var framleitt en hægt væri að selja. Þá byrjaði kreppa í Bandaríkjunum sem þróaðist þannig að framleiðendur minkuðu verðið á vörunum til að reyna að koma þeim út, margar vörur borgaði sig ekki að framleiða á svo lágu verði og verksmiðjurnar urðu gjaldþrota, starfsfólkið missti vinnuna og varð atvinnulaust og fátækt, fátækt fólk keypti eins lítið og það gat, af því minnnkaði vörusala enn meira og fleiri verksmiðjur urðu gjaldþrota, starfsfólkið atvinnulaust og fátækt. Bandaríkin keyptu minna af vörum frá Evrópu þannig að þá var framleitt of mikið í Evrópu og kreppa byrjaði og svona gekk þetta koll af kolli. Kreppan byrjaði á Íslandi árið 1931. Fiskurinn sem var mikilvægasta útflutningsvara íslendinga seldist ekki í öðrum löndum vegna kostnaðarverðs, þá var hætt að gera suma togara út, útgerðarfyrirtæki urðu gjaldþrota og fólk varð atvinnulaust, bæði fiskverkunarfólk og sjómenn. Verð á landbúnaðarvörum snarlækkaði líka, bæði vegna sölutregðu erlendis og atvinnuleysis meðal bæjarbúa innanlands. Þar höfðu færri og færri efni á að kaupa kjöt eða smjör. bædnur hættu að geta staðið í skilum, bankar hirtu bújarðir sumra upp í skuldir.

Svona byrjaði kreppan á Íslandi og leystist hún ekki fyrr en bretar hernámu Ísland.
.