Ég verð að segja að mér finnst þessi könnun frekar skrítin. Í fyrsta lagi er ég að velta fyrir mér á hvaða forsendum manni ætti að þykja að Þjóðverjar hefðu átt að fara með sigur af hólmi í WWII.

Annars vegar finnst mér merkilegt að 10 séu búnir að kjósa og fjórir séu þeirrar skoðunnar að Þjóðverjar hefðu átt að vinna. Nú er ég líklega að opna pandóruöskju, en mér leikur forvitni á að vita á hvaða forsendum þeir sem kosið hafa völdu umræddan valkost?

Mér finnst mikið áhyggjuefni hvað dýrkun á Þriðja ríkinu virðist vera mikil í dag, enda tel ég hana bera vott um brenglaða söguskoðun og siðblindu.<br><br>-
“I am my words.” - Bob Dylan

<font color=“white”>FNORD</font