Jósep Stalín

Stalín fæddist í Georgíu 21 desember 1879. Foreldrar hans voru bændur. Hvorugt þeirra talaði Rússnesku en Stalín var neyddur til þess að læra rússnesku í skólanum. Hann var góður námsmaður. Í framhaldskóla lærði Stalín til prests en hann kláraði aldrei námið. Hann hætti námi til þess að verða byltingarmaður.
Fram til ársins 1917 var Stalín oft fangelsaður. Eftir byltinguna 1917 vann hann mikið með helstu leiðtogum Sovétríkjanna, Lenin og Trotsky. Þegar Stalín varð fimmtugur 1929 var hann orðinn leiðtogi og einræðisherra Sovétríkjanna. Stalín varð þekktur fyrir mikla harðstjórn og pólitískar ofsóknir gegn fólki sem talið var andsnúið kommúnistum. Hann setti alla andstæðinga sína í fangelsi, þrælkunarbúðir eða lét drepa þá.
Á tímum seinni heimstyrjaldarinnar gerði Stalín griðar sátmála við þjóðverja en þegar þjóðverjar sviku þann samning og réðust inn í Sovétríkin gerði gekk hann í lið með Bretum, Frökkum og Bandaríkjamönnum.
Eftirstríðsárin einkenndust af miklum ágreiningi milli leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, “Kaldastríðið”. Kepptust bæði löndin við að búa til allskonar hernaðargögn, sem nægt hefðu til að eyða jörðinni mörgusinnum.
Stalín lést í moskvu árið 1953.