——————————————————————–
<b>2.nóv.</b>

<b>1906:</b> Fyrsta kvikmyndahúsið hér á landi, Reykjavíkur
Biograftheater tók til starfa í Fjallaklettinum í Reykjavík. Það
var síðar nefnt Gamla bíó. Húsið var rifið 1985.

<b>1912:</b> Skátafélag Reykjavíkur, fyrsta skátafélag hér á landi,
var stofnaða í Fjósinu, bakhúsi Menntaskólans í Reykjavík.

<b>1913:</b> Motrgunblaðið kom út í fyrsta sinn. Það átti “fyrst og
fremst að vera áreiðanlegt, skemmtilegt og lipurt ritað fréttablað”.

<b>1914:</b> Lög um notkun bifreiða voru staðfest. Enginn mátti stýra
bifreið nema hann væri “fullra 21 árs að aldri”. Í Þéttbýli mátti
ökuhraði aldrei vera meiri en 15 km á klst en 35 km utan þéttbýlis.

<b>1941:</b> Bandarísk flugvél fórst á Langahrygg á Reykjanesi og
með henni ellefu menn. Þetta var mesta flugslys sem orðið hafði á
Íslandi.

<b>1946:</b> Íslendingar tóku við stjórn flugumferðar á Norður
Atlantshafi, frá Hjaltlandseyjum til Grænlands.
———————————————————————
<b>3.nóv.</b>

<b>1660:</b> Kötlugos hófst með jarðskjálftum og jökulhlaupi. Þessi
“mikli skaðaeldur”, eins og Fitjaannáll nefnir hann, stóð fram á
vetur.

<b>1968:</b> Alþýðubandalagið var stofnað sem stjórnmálaflokkur, en
það hafði starfað síðan 4. apríl 1956.

<b>1978:</b> Megas hélt tónleika í Menntaskólanum við Hamrahlíð undir
heitinu <i>Drög að sjálfsmorði</i>. Tónleikanna var minnst fimmtán
árum síðar undir nafninu <i>Drög að upprisu</i>.
———————————————————————
<b>4.nóv.</b>

<b>1897:</b> Fjórir bátar fórust í ofsaveðri á ísafjarðardjúpi og
einn á Skjálfanda. Tuttugu og tveir drukknuðu.

<b>1942:</b> Áhöfn Brúarfoss bjargaði 44 skipbrotsmönnum af enska
skipinu Daleby sem sökkt var á leiðinni milli Íslands og
Bandaríkjanna.

<b>1969:</b> Sautján farþegar slösuðust þegar tveir strætisvagnar
skullu saman á Skúlagötu í Reykjavík.
———————————————————————
<b>5.nóv.</b>

<b>1848:</b> Þjóðólfur, stjórnmála- og fréttablað hóf göngu sína í
Reykjavík. Það kom fyrst út hálfsmánaðarlega en síðan vikulega til
ársloka 1911. ÞJóðólfur er takinn fyrsta íslenska fréttablaðið.

<b>1960:</b> Ásgrímssafn var opnað í húsi Ásgtríms Jónssonar
listmálara við Bergstaðarstræti í Reykjavík. Í safninu eru 192
olíumálverk, 277 vatnslitamyndir og fjöldi þjóðsagnateikninga.

<b>1992:</b> Alþingi felldi tillögu um að efnt yrði til
þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.
Daginn áður voru forseta þingsins afhentar undirskritfir 34.378
kjósenda sem kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu.

<b>1993:</b> Sagt var að geimverur myndu lenda við Snæfellsjökul
kl. 21:07 þennan dag en þær létu ekki sjá sig. Fjöldi fólks beið
árangurslaust við jökulinn, sumir komnir langt að.
———————————————————————
<b>6.nóv.</b>

<b>1796:</b> Dómkirkjan í Reykjavík var vígð. Hún hafði verið átta ár
í smíðum. Kirkjan var endurbyggð árið 1848 en miklar endurbætur voru
gerðar á henni rúmum þrjátíu árum síðar.

<b>1921:</b> Minnigarhátíð var haldin í Kaþólsku kirkjunni í
Reykjavík vegna þess að 800 ár voru liðin frá andláti Jóns
Ögmundssonar biskups á Hólum.

<b>1954:</b> Veitingahúsið Naustið í Reykjavík var opnað. Það var
fyrst veitingahúsa til að bjóða þorramat.

<b>1983:</b> Þorsteinn Pálsson var kosinn formaður
Sjálfstæðisflokksins í stað Geirs Hallgrímssonar sem ekki gaf kost á
sér til endurkjörs. Þorsteinn var formaður til 10. mars 1991.
———————————————————————-
<b>7.nóv.</b>

<b>1550:</b> Jón Arason, síðasti kaþólski biskupinn á Hólum, og synir
hans Björn og Ari, voru hálshöggnir í Skálholti. Í kjölfar þess komst
hinn nýi siður á í Hólastifti.

<b>1931:</b> Héraðsskólinn í Reykholti var vígður. Hann var einn af
níu héraðsskólum sem settir voru á fót, m.a. að frumkvæði Jónasar
Jónssonar frá Hriflu.

<b>1987:</b> Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn formaður
Alþýðubandalagsins í stað Svavars Gestssonar.
———————————————————————-
<b>8.nóv.</b>

<b>1718:</b> Giötheborg, stórt danskt herskip, strandaði á Hásteinum
við ósa Ölfusár. Sjö manns drukknuðu en bændur í grenndinni björguðu
um 160 skipverjum á land og var það mesti fjöldi sem bjargað hafði
verið hér á land.

<b>1879:</b> Hið íslenska fornleifafélag var stofnað. Það hefur gefið
út árbók síðan 1880.

<b>1949:</b> Umferðarljós voru tekin í notkun á fjórum fjölförnustu
gatnamótunum í miðbæ Reykjavíkur. Þetta voru fyrstu umferðarljósin í
bænum. Í dagblöðunum voru þau sögð “hin sanngjörnustu” og stöðvuðu
engan “lengur en bráðnauðsynlegt er”.

<b>1978:</b> Friðrik Ólafsson var kjörinn forseti Alþjóða
Skáksambandsins. Hann var forseti þess í fjögur ár.

<b>1979:</b> Hjördís Björk Árnadóttir var skipuð sýslumaður í
Strandasýslu frá ársbyrjun 1980. Hún var fyrsta konan sem kjörin var í
sýslumannsembætti.

<b>1983:</b> Rán, þyrla landhelgisgæslunnar, fórst í Jökulfjörðum og
með henni fjórir menn. Þyrlan kom til landsins í október 1980.
———————————————————————-<br><br>———————————————————
<i>“When I Die Bury Me Upside Down So The World Can <b>KISS MY ASS”</b></i>
<b>Stóð á hjálmnum hans Charlie Sheen í myndinni Platoon</b>
———————————————————
Mér er <b>alveg</b> sama hvað þér finnst