Ef mig misminnir ekki breyttu Þjóðverjar MG-42 (sem var alls ekki þung vélbyssa, heldur miðlungs, sbr. hlaupvídd) lítillega og kölluðu eftir það að mig minnir (aftur óljóst, byssubækurnar eru á flakki…) MG3 sem telst vera GPMG, eða General Purpose MachineGun.

Reyndar er ég ekki frá því að MG-42 hafi einmitt verið fyrsta vélbyssan sem mátti telja til GPMG, enda nothæf bæði sem létt vélbyssa og miðlungsþung á þrífæti. Vafalaust eitt af betri fótgönguliðsvopnum síðara stríðs.

Fleiri sáu kosti þess að búa til svona fjölhæft vopn, eins og sést af því að t.d. Bandaríkin létu gera M-60 og Belgar FN-MAG, sem margir hafa notað, t.d. sá Breski.<br><br>-
“Hvað ert þú þá að bögga heilbrigða skynsemi?” - Nuff