Sumir segja að danir hafi ætlað að setja alla íslendinga á Jótland í Danmörku, ekki slæm hugmynd á þeim tíma miðað við lífskjör á Íslandi á þeim tíma, en hvernig værum við Íslendingar þá, værum við algjörir danir eða myndum við viðhalda okkar siðum og berserksgangi?

Nei kannski værum við stórveldi landnema út um allan heim, svona eins og sígaunar , kannski jafnvel værum við eigið ríki í evrópu með sterkan efnahag og góða stöðu á heimsvísu.

Eða jafnvel hefðum við gert byltingu steypt konungnum af stóli, tekið Danmörku og lifað þar síðan, jafnvel hefði byltingin getað snúist gegn okkur og við settir á sama mælikvarða og gyðingar, hataðir og fátækir, en það væri ekki mikill munur frá gamla lífinu heima.

Annar kostur væri að flýja aftur til Íslands búa þar og verða eins og við erum í dag, stolt þjóð með blóð víkinga vessandi í æðum okkar, Ísland er landið!!!!!!!

Það væri gaman að fá álit ykkar á þessari grein, ekki spara gagngrýnina til að ég geti lært af mistökum mínum.

Takk Fyrir mig og látið ykkur dreyma um Stór-Ísland…….